Um okkur
Velkomin á heimasíðu IM Art.
Þú ert eflaust að velta fyrir þér hver er á bak við IM Art. Eigandi síðunar er Inga Björk Matthíasdóttir. Ég er þriggja barna móðir og hef alla tíð verið að skapa eitthvað með höndunum, hvort sem það var að teikna, mála, prjóna, hekla eða annar saumaskapur.
Hugmyndin af meðgöngu myndunum spratt þegar ég gekk með yngsta barnið okkar, þegar sorgin yfir að þetta myndi nú líklega vera síðasta meðgangan mín, og langaði að eiga eitthvað til að minnast hennar. Þannig ég byrjaði að prófa mig áfram að mála myndir af sjálfri mér og þetta varð útkoman!
Hér inná er bæði hægt að kaupa mynd málaðari af mér útfrá mínum eigin myndum eða fá sérpantaða mynd af sjálfri þér og þinni óléttukúlu <3 Mitt loforð til ykkar er að þær myndir sem þið deilið með mér fara ekkert annað og eru aðeins notaðar af mér til að útfæra myndina á plattan sem ég sendi svo til ykkar.